fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Suarez gæti farið til Bandaríkjanna – „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann kemur hingað“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham stofnaði nýverið liðið Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Nú er orðrómur um að hann reyni að krækja í sóknarmanninn Luis Suarez frá Barcelona. The Sun greinir frá þessu.

Inter Miami hefur ekki farið vel af stað en liðið hefur tapað öllum sex leikjunum sínum. Það virðist ekki stoppa Beckham í að vilja sækja stjörnur til Evrópu. Hann hefur eflaust séð áhrifin sem Zlatan Ibrahimovic hafði á LA Galaxy og vonast nú til þess að Suarez geti gert það sama í Miami.

Þá gæti Suarez einnig verið góður kostur þar sem stór hluti íbúa í Miami koma frá Suður-Ameríku. Suarez er frá Úrúgvæ og gæti hann því heillað fólkið á svæðinu ef hann fer til Inter Miami.

Suarez er einnig sagður hafa áhuga á því að fara til Bandaríkjanna. „Maður veit aldrei. Ég er samningsbundinn Barcelona en MLS er flott deild. Bandaríkin gætu verið góður valmöguleiki,“ sagði Suarez nýlega. Nico Lodeiro, liðsfélagi Suarez í landsliðinu og spilar með Seattle Sounders í MLS-deildinni, sagði í fyrra að Suarez vilji koma í MLS-deildina. „Hann er alltaf að spyrja mig út í deildina. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann kemur hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Semenyo kynntur á föstudaginn

Semenyo kynntur á föstudaginn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag aftur til Hollands

Ten Hag aftur til Hollands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Starf Edu strax í hættu
433Sport
Í gær

O’Neil tekur líklega við

O’Neil tekur líklega við
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun
433Sport
Í gær

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð
433Sport
Í gær

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola