fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
433Sport

Rúrik var ítrekað beðinn um að gefa sæði – ,,Já góðan daginn hérna værir þú nokkuð til í að barna mig?“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 11:00

Rúrik er til í leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður, opnaði sig í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar sem var birtur á öllum helstu hlaðvarpsveitum í gærkvöldi.

Rúrik er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hann hefur lengi verið hluti af íslenska landsliðinu og spilaði á HM í Rússlandi árið 2018.

Það muna flestir eftir því þegar Rúrik varð heimsfrægur á einni stundu eftir að hafa komið inná sem varamaður gegn Argentínu í opnunarleik HM. Rúrik greinir frá því að hann hafi í kjölfarið fengið fjölda skilaboða frá konum sem vildu ýmist giftast honum og jafnvel ala erfingja hans.

,,Ég hef heyrt margar margar sögur um mig sem eru ekki endilega sannar, þannig að ég reyni að tileinka mér að vera alltaf almennilegur þegar ég hitti fólk, þannig að þeir sem hitta mig byggi álit mitt á því hvernig ég kem fram við fólk sem ég umgengst,” segir Rúrik. Rúrik kveðst eiga erfitt með að ræða frægðina því honum finnist hann alltaf hljóma eins og hann sé of upptekinn af sjálfum sér. Hann sé bara jarðbundinn Íslendingur í kjarnanna.

Eftir að íslenska landsliðið í knattspyrnu spilaði leik gegn Argentínu árið 2018 varð Rúrik gífurlega frægur á svipstundu. Á aðeins örfáum mínútum hafði fylgjendum hans á Instagram fjölgað úr rúmlega 30 þúsund yfir í tæplega 200 þúsund og átti enn eftir að bætast töluvert í hópinn.

,, Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. Og vissulega voru einhverjir að tékka á kallinum.

,,Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt…mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að sambærilegt hefði átt sér stað fyrir um 20 árum síðan.

„Ég ekki viss um að ég hefði fengið þetta fyrir 20 árum þegar samfélagsmiðlar voru ekki til. Að hitta þá einhvern á bar og þeir segja bara: „Já góðan daginn hérna værir þú nokkuð til í að barna mig?“

,,Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deucebag….mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta….ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil.

,,Þetta var mjög sérstakt tímabil í mínu lífi. Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita.

Viðtal Sölva við Rúrik má sjá hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Knattspyrnustjarna fór á skeljarnar á lúxus snekkju – „Hún sagði já!“

Sjáðu myndirnar: Knattspyrnustjarna fór á skeljarnar á lúxus snekkju – „Hún sagði já!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víðir segir stöðuna vera óljósa – „Það er mikið undir“

Víðir segir stöðuna vera óljósa – „Það er mikið undir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

„Það eru sterk hagsmunarsamtök í samfélaginu sem virðist hafa fengið sínu framgengt með frekju“

„Það eru sterk hagsmunarsamtök í samfélaginu sem virðist hafa fengið sínu framgengt með frekju“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum knattspyrnumaður hélt risastórt partý þrátt fyrir ný sóttvarnarviðmið – „Fjölskyldan hefur verið að skipuleggja þetta í margar vikur“

Fyrrum knattspyrnumaður hélt risastórt partý þrátt fyrir ný sóttvarnarviðmið – „Fjölskyldan hefur verið að skipuleggja þetta í margar vikur“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Hinn 9 ára Jökull vekur athygli stórstjörnu – Tugir þúsunda hafa séð Jökul leika listir sínar

Hinn 9 ára Jökull vekur athygli stórstjörnu – Tugir þúsunda hafa séð Jökul leika listir sínar
433Sport
Fyrir 4 dögum

Íslendingur gríðarlega eftirsóttur – Orðaður við lið í efstu deild Ítalíu og Hollands

Íslendingur gríðarlega eftirsóttur – Orðaður við lið í efstu deild Ítalíu og Hollands