Ef þú ætlar að vera svalur á æfingasvæði Manchester United er eins gott að eiga Mercedes-Benz „G-Wagon“.
Þessi glæsilegi jeppi virðist vera vinsælasti bíllinn í leikmannahópi Manchester United um þessar mundir.
Fimm leikmenn United hafa fest kaup á G-Wagon á þessu tímabili en Daniel James bættist í hópinn í gær.
Marcus Rashford fékk sinn bíl á dögunum og eru margir á því að hann sé sá flottasti í flotanum.
Myndir af bílunum má sjá hér að neðan.