fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Elísabet fékk ranga sjúkdómagreiningu: „Byrja að mynd­ast blöðrur á höfðinu á mér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristanstad í Svíþjóð þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma vegna veikinda. Elísabet er með taugasjúkdóm en óvíst er hvenær hún getur snúið aftur á hliðarlínuna.

Sjúkdómur Elísabetar nefnist ristill. „Þetta er veiru­sjúk­dóm­ur sem all­ir sem hafa fengið hlaupa­bólu geta fengið,“ sagði Elísa­bet í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Elísabet fær ótrúlega verki í vinstri hlið líkamans og er inn og út af spítala. „Þetta lýs­ir sér fyrst og fremst þannig að ég er bara með bilaða verki, bæði í höfðinu og háls­in­um, og alltaf í vinstri hlið lík­am­ans. Hægri hliðin er því full­frísk, sem er stórfurðulegt. Ég var svo bara inn og út af spít­ala í ein­hverja fjóra daga og það fann eng­inn neitt út úr því sem var að angra mig. Ég gat ekki legið á höfðinu sem dæmi og svaf þess vegna lítið sem ekk­ert á næt­urn­ar. Svo byrja að mynd­ast ein­hverj­ar blöðrur á höfðinu á mér og þá átta lækn­arn­ir sig á því hvað það er sem er að hrjá mig,“ sagði Elísabet.

Til að gera vonda stöðu verri fékk Elísabet ranga sjúkdómagreiningu og óvíst er hvenær hún kemst aftur á völlinn.

„Vanda­málið í þessu öllu sam­an er að ég fékk ranga sjúk­dóms­grein­ingu til að byrja með og var fyrst sett á pensilín. Vanda­málið með svona ristil er að maður þarf að fá rétta meðhöndl­un og rétt lyf inn­an 72 klukku­stunda frá því að sjúk­dóm­ur­inn skýt­ur upp koll­in­um til þess að sleppa við þessa tauga­verki. Ég fæ svo ekki rétt lyf fyrr en nokkr­um dög­um síðar og það ger­ir það að verk­um að þess­ir verk­ir hafa verið al­veg svaka­lega sár­ir. Ég er kom­in á floga­veik­i­lyf núna sem eiga að vinna á þessu og nú er bara að bíða og sjá hversu lang­an tíma þetta mun taka að jafna sig,“ sagði Elísabet við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“