fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kristján segir stöðuna svarta í Vesturbæ – „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 12:26

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svört staða er í Vesturbæ ef marka má Kristján Óla Sigurðsson sérfræðing Dr. Football en þetta kom fram í þætti dagsins. Kristján Óli sagði að KR hefði ekki getað borgað laun frá því í mars.

Kristján kveðst vera með samskipti leikmanns við stjórn knattspyrnudeildar KR þar sem hann er beðinn um að afskrifa laun sín um nokkurt skeið. „Við höfum stungið á þessu, ég hef kafað dýpra og fengið meira upp. Þetta kom í kjölfarið að KR hafa leitað um allan bæ að miðverði. Þá vantar miðvörð en menn fá ekki borgað. Núverandi leikmenn, það fer ekkert sérstaklega vel í þá þegar það á eftir að borga launin,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins.

Kristján segir stöðuna ekki góða í Vesturbænum. „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt. Menn beðnir um að afskrifa, ég er með skjáskot af tölvupósti til leikmanns.“

Ekki náðist í Pál Kristjánsson formann knattspyrnudeildar KR við vinnslu fréttarinnar.

Kristján segir að í pósti stjórnar komi fram að leikmaðurinn gefi eftir laun þangað til fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn fer fram. „Þar er verið að biðja menn um að afskrifa laun og orðrétt stendur að samþykkja að enginn laun verði greidd út fyrr en mánaðamótin eftir að fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn hefur farið fram.“

Mörg félög eru í fjárhagsvandræðum þessa dagana en kórónuveiran og fleira hefur haft þar áhrif.

Fram kemur í máli Hjörvars Hafliðasonar að KR hafi fundað Martin Rauschenberg varnarmanni Stjörnunnar en hann á einnig að hafa fundað með FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann