fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Kristján segir stöðuna svarta í Vesturbæ – „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 12:26

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svört staða er í Vesturbæ ef marka má Kristján Óla Sigurðsson sérfræðing Dr. Football en þetta kom fram í þætti dagsins. Kristján Óli sagði að KR hefði ekki getað borgað laun frá því í mars.

Kristján kveðst vera með samskipti leikmanns við stjórn knattspyrnudeildar KR þar sem hann er beðinn um að afskrifa laun sín um nokkurt skeið. „Við höfum stungið á þessu, ég hef kafað dýpra og fengið meira upp. Þetta kom í kjölfarið að KR hafa leitað um allan bæ að miðverði. Þá vantar miðvörð en menn fá ekki borgað. Núverandi leikmenn, það fer ekkert sérstaklega vel í þá þegar það á eftir að borga launin,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins.

Kristján segir stöðuna ekki góða í Vesturbænum. „Frá 15 mars hefur ekkert verið greitt. Menn beðnir um að afskrifa, ég er með skjáskot af tölvupósti til leikmanns.“

Ekki náðist í Pál Kristjánsson formann knattspyrnudeildar KR við vinnslu fréttarinnar.

Kristján segir að í pósti stjórnar komi fram að leikmaðurinn gefi eftir laun þangað til fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn fer fram. „Þar er verið að biðja menn um að afskrifa laun og orðrétt stendur að samþykkja að enginn laun verði greidd út fyrr en mánaðamótin eftir að fyrsti tekjuberandi heimaleikurinn hefur farið fram.“

Mörg félög eru í fjárhagsvandræðum þessa dagana en kórónuveiran og fleira hefur haft þar áhrif.

Fram kemur í máli Hjörvars Hafliðasonar að KR hafi fundað Martin Rauschenberg varnarmanni Stjörnunnar en hann á einnig að hafa fundað með FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk