fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Utan vallar: Ömurlegt á Seltjarnarnesi og vonbrigði í Vikinni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. júní 2020 09:29

Stuðningsmenn Gróttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utan vallar er skoðunarpistill:

Frumsýning Gróttu í efstu deild var ekki góð og fyrsti heimaleikurinn var lítið skárri. Gróttu til varnar fékk liðið tvo erfiða leiki í byrjun móts en ljóst má vera að liðið á langt í land til að geta kroppað stig af betri liðum deildarinnar. Ef fella á stóra dóm yfir Gróttu eftir tvo leiki er hægt að segja liðið hafi ekkert í efstu deild að gera, leikmennirnir eru flestir ekki nógu góðir til að spila í deildinni og líkur eru á að liðið falli úr deildinni með örfá stig. Hægt er að dæma frekar um framtíð Gróttu eftir næstu umferð þegar liðið mætir Fylki en fyrstu tvær frammistöður Gróttu hafa verið ömurlegar ef miðað er við efstu deild karla.

Valgeir Valgeirsson leikmaður HK er fljótt að verða ein af stjörnum efstu deildar, þessi kröftugi leikmaður var frábær í óvæntum sigri HK gegn KR á útivelli um helgina. Valgeir hefur hluti sem marga unga drengi vantar, hann er óhræddur við eldri og reyndari leikmenn og veður í allt. Valgeir er ekki bara snöggur og duglegur heldur er hann frábær knattspyrnumaður sem getur náð ansi langt.

Víkingur Reykjavík tjaldaði öllu til fyrir mót og var liðið mátað við þau bestu. Víkingar töldu og telja sig líklega enn vera með lið til að vinna efstu deild í fyrsta sinn í langan tíma. Frammistaða liðsins í fyrstu tveimur leikjunum hefur hins vegar verið vonbrigði, leikur liðsins er þungur og lítið óvænt að gerast fram á völlinn þar sem Guðmundur Andri Tryggvason var í fyrra og gat sprengt upp varnir. Víkingur þarf að finna vopn sín fljótlega ef ekki á að fara illa.

FH-ingar eru til alls líklegir í sumar af spilamennska liðsins verður líkt og gegn ÍA um helgina. FH hefði á eðlilegum degi átt að skora 6-7 mörk gegn ÍA. Jónatan Ingi Jónsson vildi ólmur fara frá FH í fyrra en hefur nú náð að finna takt sinn undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og er sáttur. Það munar um minna fyrir FH enda Jónatan með X-factor sem fáir leikmenn í FH hafa. Steven Lennon heldur svo áfram að sanna ágæti sitt. Miðað við fyrstu tvo leikina er Daníel Hafsteinsson svo lykilmaður í því að FH nái árangri í sumar, hann er með hraða sem er nauðsynlegur á miðsvæðið til að komast hratt á andstæðingana. Sleppi FH-ingar við meiðsli í sumar gæti Ólafur Kristjánsson komið FH aftur á toppinn.

Stjörnumenn brosa eftir helgina, sannfærandi sigur gegn Fjölni. Það sem gefur Stjörnunni líklega mesta von er sú staðreynd að Guðjón Baldvinsson, Emil Atlason og Halldór Orri Björnsson voru allir á skotskónum. Mikið hefur verið rætt um að Stjarnan þurfi að fá fleiri mörk frá fremstu mönnum og ef þessir þrír geta skorað nokkur er Stjarnan með ansi mörg vopn til að særa andstæðinga sína.

Utan vallar er skoðunarpistill:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði