fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
433Sport

Hörður og Eiður Smári í hár saman: ,,Hörður hefur alltaf litið út fyrir að vera saddur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var hart tekist á síðla árs 2009 þegar Eiður Smári Guðjohnsen, besti knattspyrnumaður í sögu Íslands hafði skipt yfir til Monaco. Dvöl Eiðs hjá félaginu reyndist erfið, hann kom frá Barcelona og fann ekki taktinn.

Morgunblaðið leitaði álits hjá mönnum og Hörður Magnússon og Gunnlaugur Jónsson voru fengnir til að fara yfir stöðu Eiðs hjá Monaco.

Hörður tók öllu sterka til máls en Gunnlaugur, flestir héldu að ekkert meira yrði úr þessu máli. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að stórt viðtal við Eið Smára birtist í Fréttablaðinu.

Þar fór hann ófögrum orðum um Hörð Magnússon eins og sjá má í Tímavélinni hér að neðan.


,,Ég hef aldrei séð Eið Smára jafn daufan á sínum ferli. Hann hefur spilað langt undir getu og hefur einfaldlega verið slakur í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila,“ sagði Hörður Magnússon.

,,Eiður virkar hálf-áhugalaus og hefur greinlega lítið sjálfstraust þessa dagana. Honum leiðist inni á vellinum, vill ekki fá boltann og hreyfir sig ekki nóg. Hann virkar ekki í sínu besta formi. Hann var að vísu að koma úr meiðslum en það afsakar ekki þessa frammistöðu. Það er engu líkara en að hann sé orðinn saddur á boltanum og sé við það að leggja skóna á hilluna

,,Kannski er þetta eitthvert sjokk sem hann er að upplifa eftir að hafa farið frá Barcelona. Einhverra hluta vegna virðist Eiður vera langt niðri og ég hef aldrei séð hann á jafn lágu plani frá því hann fór í atvinnumennskuna. Ég get ekki séð að hann verði mikið meira í byrjunarliðinu ef hann ætlar að halda svona áfram. Ég hef miklar áhyggjur af Eiði. Hann hefur verið í uppáhaldi hjá mér og mér þykir leiðinlegt að sjá hann í þessu standi. Eiður er nýorðinn 31 árs og ætti að vera á hátindi ferilsins. Kannski hefur hann vanmetið franska fótboltann sem er gríðarlega taktískur en vonandi rífur hann sig upp úr lægðinni,“ sagði Hörður.

Gunnlaugur Jónsson var einnig spurður álits þann 10 nóvember árið 2009 og vildi gefa Eiði tíma.

,,Ég hafði mikinn skilning á þessum skiptum hjá Eiði Smára og ég held að það sé of snemmt að dæma hvort þetta gangi upp hjá honum eða ekki,“ sagði Gunnlaugur við Morgunblaðið

,,Eiður þurfti á því að halda að vera lykilmaður hjá liði. Hann ákvað að velja nýtt land og nýja
deild. Mér fannst magnað hjá honum að halda haus hjá Barcelona. Það var margoft búið að afskrifa hann þar. En það er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera fyrir heimsklassa knattspyrnumann að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum. Við verðum að gefa honum tíma til þess,“

Eiður Smári var til viðtals í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar þar sem hann fór yfir orð Harðar og Gunnlaugs.

„Ég heyrði af þessari umfjöllun,“ sagði Eiður Smári. „Ummæli Gunnlaugs lýsa nákvæmlega því sem búið er að gerast hjá mér. Þetta var vissulega mikil breyting og kannski var hún mun stærri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi,“ sagði Eiður við Fréttablaðið.

„En það er svo annar maður sem fullyrðir að mér leiðist inni á vellinum og að ég sé orðinn saddur,“ sagði hann og gerði stutt hlé á máli sínu. En hélt svo áfram: „Eini maðurinn sem lítur út fyrir að vera saddur er Hörður Magnússon sjálfur og þannig hefur hann alltaf litið út.“

„Mér finnst ekki skrýtið að Hörður Magnússon, sem var aldrei meira en áhugamaður í fótbolta, skilji það ekki. Gunnlaugur Jónsson skilur það hins vegar vel enda margreyndur sjálfur.“

Síðar var Hörður Magnússon í viðtali við Fótbolta.net og var augljóslega brugðið yfir ummælum Eiðs.

,,Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti,“ sagði Hörður við útvarpsþáttinn Fótbolta.net um málið árið 2009.

,,Ég var ekki að kalla eftir einu eða neinu, Guðmundur Hilmarsson blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í mig og spurði mig um hvað mér þætti um frammistöðu Eiðs Smára með Monaco, ég svaraði bara hvað mér finndist. Það var ekki eins og ég væri að kalla eftir umræðu um frammistöðu Eiðs Smára. Ég er svolítið sleginn yfir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims
433Sport
Fyrir 2 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 4 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði