fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. mars 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru fjögur ár síðan að Abel Dhaira, markvörður ÍBV féll frá eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 28 ára þegar hann féll frá.

Abel, sem var frá Úganda, greindist með krabbamein undir lok árs 2015. Abel lék 72 leiki með ÍBV í deild og bikar á árunum 2011 til 2015 en hann lék einnig 11 A-landsleiki fyrir Úganda.

Markvörðurinn knái var elskaður í Vestmannaeyjum en hann var hvers manns hugljúfi.

Af Facebook síðu ÍBV:
Í dag eru 4 ár frá því að Abel Dhaira markmaður mfl. karla í knattspyrnu féll frá. Hans er minnst á úgönsku sportsíðunni Swift Sports í dag.

Abel var hvers manns hugljúfi og var í miklu uppáhaldi hjá yngri iðkendum félagsins, hann setti skemmtilegan svip á efstu deildina með samba-töktunum sínum og náði vel til stuðningsmanna félagsins.

Heimir Hallgrímsson lýsti Abel svona í viðtali við mbl.is eftir fráfall hans: „Abel er besti afr­íski leikmaður­inn sem ég hef unnið með: greind hans, vinnu­semi, agi og um fram allt trú hans hjálpaði hon­um að aðlag­ast fjar­læg­um aðstæðum og stofna til fjöl­skyldu­banda við alla,”

Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Í gær

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Í gær

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið