fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. mars 2020 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru fjögur ár síðan að Abel Dhaira, markvörður ÍBV féll frá eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 28 ára þegar hann féll frá.

Abel, sem var frá Úganda, greindist með krabbamein undir lok árs 2015. Abel lék 72 leiki með ÍBV í deild og bikar á árunum 2011 til 2015 en hann lék einnig 11 A-landsleiki fyrir Úganda.

Markvörðurinn knái var elskaður í Vestmannaeyjum en hann var hvers manns hugljúfi.

Af Facebook síðu ÍBV:
Í dag eru 4 ár frá því að Abel Dhaira markmaður mfl. karla í knattspyrnu féll frá. Hans er minnst á úgönsku sportsíðunni Swift Sports í dag.

Abel var hvers manns hugljúfi og var í miklu uppáhaldi hjá yngri iðkendum félagsins, hann setti skemmtilegan svip á efstu deildina með samba-töktunum sínum og náði vel til stuðningsmanna félagsins.

Heimir Hallgrímsson lýsti Abel svona í viðtali við mbl.is eftir fráfall hans: „Abel er besti afr­íski leikmaður­inn sem ég hef unnið með: greind hans, vinnu­semi, agi og um fram allt trú hans hjálpaði hon­um að aðlag­ast fjar­læg­um aðstæðum og stofna til fjöl­skyldu­banda við alla,”

Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs

Wenger nýr yfirmaður Arnars Þórs
433Sport
Í gær

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik