fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Gunnar rekinn frá KSÍ: „Við erum alltaf að endurskoða okkar mál“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Gunnar Gylfason var rekinn frá Knattspyrnusambandi Íslands fyrir helgi, starfsmönnum KSÍ var tilkynnt um þetta á starfsmannafundi og kom uppsögn Gunnars mörgum í opna skjöldu. Enda Gunnar lengi verið starfsmaður sambandsins, Gunnar var sagður traustur samstarfsmaður og var í stóru hlutverki innan sambandsins.

,,Ástæðan fyrir uppsögn Gunnars er skipulagsbreyting, við erum alltaf að endurskoða hvernig við getum höndlað okkar mál,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is í dag.

Gunnar hefur gengið í ýmis störf innan KSÍ, hann var fjölmiðlafulltrúi en hefur síðustu ár starfað í kringum landsliðsmál og Evrópumót félagsliða. Gunnar hefur spilað stórt hlutverk í því að velja dvalarstaði fyrir íslenska landsliðið á stórmótum.

Gunnar hefur séð um að bóka flugferðir fyrir landsliðsmenn sem eru að koma í landsleiki og önnur verkefni sem tengjast ferðalögum fyrir öll landslið KSÍ. Þá var Gunnar lengi vel einn af okkar færustu aðstoðardómurum en lagði flaggið á hilluna.

Þegar var spurt um hvernig málum yrði háttað nú þegar kemur að ferðalögum landsliða sagði Klara. ,,Við erum alltaf að skoða ferðakostnað og þau mál, sumum verkefnum er kannski betur komið fyrir á öðrum stöðum,“ sagði Klara og átti þar við að KSÍ skoði að setja einhver verkefni í hendur annara aðila sem starfa ekki hjá KSÍ

Ekki verður ráðið í stöðu Gunnars, fyrst um sinn hið minnsta. ,,Það verður ekki ráðið til að byrja með, það er verið að fækka og endurskipuleggja. Við sjáum hvernig það gengur upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi