fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Alfon Sampsted í viðræðum við Álasund: Yrði fjórði Íslendingurinn í herbúðum félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir allt til þess að Alfons Sampsted, bakvörður Norköping í Svíþjóð yfirgefi félagið á næstu dögum eða vikum. Þannig herma öruggar heimildir 433.is að hann sé nú í viðræðum við Álasund í Noregi.

Alfons hefur fengið fá tækifæri hjá sænska félaginu eftir að hann gekk í raðir félagsins árið 2017, frá Breiðabliki.

Alfons hefur í þrígang verið lánaður í Svíþjóð og kom heim á láni til Breiðabliks, síðasta sumar. Breiðablik hefur reynt að sannfæra Alfons um að snúa heim en hann vill halda áfram erlendis.

Álasund er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina en hjá félaginu eru fyrir þrír Íslendingar, það eru Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson sem var samherji Alfons í Breiðablik.

Álasund missti Aron Elís Þrándarson í vetur og ljóst að félagið vill ekki fækka Íslendingum áður en tímabilið í norsku úrvalsdeildinni hefst.

Alfons er öflugur hægri bakvörður en hann er aðeins 21 árs gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“
433Sport
Í gær

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim