fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433

Pirraður eftir brottför frá Wolves og gagnrýnir stjórann – ,,Alltaf sama liðið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Cutrone, leikmaður Fiorentina, hefur skotið fast á stjóra Wolves, Nuno Espirito Santo.

Cutrone var keyptur til Wolves á 16 milljónir punda í sumar en fékk ekki mörg tækifæri í ensku deildinni.

Cutrone samdi svo við Fiorentina í janúar en hann kennir Nuno um það sem fór úrskeiðis á Englandi.

,,Þú kemst ekkert á ef og hefði. Ef þetta fór svona þá átti þetta að fara svona. Ég veit ekki hvað hefði getað gerst,“ sagði Cutrone.

,,Upplifunin hjá Wolves hjálpaði mér að þroskast sem manneskja og atvinnumaður. Ég kynntist nýrri menningu, nýjum hefðum og bætti enskuna verulega.“

,,Sannleikurinn er sá að stjórinn, Nuno Espirito Santo, var með leikmenn sem hann setti allt traustið á og vildi ekki sleppa. Leikmennina sem hjálpuðu þeim að komast upp.“

,,Hann var mjög hliðhollur því byrjunarliði, alltaf sama byrjunarliðið, ég sá ekki aðra leikmenn í hópnum.“

,,Þetta var ekki bara ég heldur allir þeir sem tilheyrðu ekki þeim hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins