fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson: „Ég vil þakka AIK fyrir tímann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 17:30

Kolbeinn Sigþórsson/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil þakka AIK fyrir tíma minn hjá félaginu, ég óska félaginu og liðsfélögum góðs gengis á komandi árum,“ segir Kolbeinn Sigþórsson á heimasíðu félagsins þar sem staðfest er að samningi hans við félagið verði rift í lok árs.

Um er að ræða samkomulag beggja aðila en framherjinn knái átti eitt ár eftir af samningi sínum í Svíþjóð.

Ein umferð er eftir í sænsku úrvalsdeildinni en Kolbeinn lék tæpan hálftíma í tapi AIK gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Kolbeinn mun því kveðja félagið eftir síðustu umferðina en hann er að ljúka sínu öðru tímabili hjá félaginu. Kolbeinn kom á frjálsri sölu frá Nantes og hefur ekki fundið sitt besta form í Svíþjóð.

Kolbeinn er þrítugur en hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Hann þarf nú að finna sér nýtt félag en hann hefur í atvinnumennsku verið á mála hjá AZ Alkmaar, Ajax, Nantes, Galatasaray og nú AIK.

„Við getum alveg sagt það að tími hans hjá AIK var ekki eins og allir aðilar hefðu kosið eða vonað. Við höfum náð samkomulagi um að halda í sitthvora áttina. Við óskum Kolbeini góðs gengis í Svíþjóð,“ sagði Henrik Jurelius yfirmaður knattspyrnumála hj´AIK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi