fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Kolbeinn Sigþórsson: „Ég vil þakka AIK fyrir tímann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 17:30

Kolbeinn Sigþórsson/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil þakka AIK fyrir tíma minn hjá félaginu, ég óska félaginu og liðsfélögum góðs gengis á komandi árum,“ segir Kolbeinn Sigþórsson á heimasíðu félagsins þar sem staðfest er að samningi hans við félagið verði rift í lok árs.

Um er að ræða samkomulag beggja aðila en framherjinn knái átti eitt ár eftir af samningi sínum í Svíþjóð.

Ein umferð er eftir í sænsku úrvalsdeildinni en Kolbeinn lék tæpan hálftíma í tapi AIK gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Kolbeinn mun því kveðja félagið eftir síðustu umferðina en hann er að ljúka sínu öðru tímabili hjá félaginu. Kolbeinn kom á frjálsri sölu frá Nantes og hefur ekki fundið sitt besta form í Svíþjóð.

Kolbeinn er þrítugur en hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Hann þarf nú að finna sér nýtt félag en hann hefur í atvinnumennsku verið á mála hjá AZ Alkmaar, Ajax, Nantes, Galatasaray og nú AIK.

„Við getum alveg sagt það að tími hans hjá AIK var ekki eins og allir aðilar hefðu kosið eða vonað. Við höfum náð samkomulagi um að halda í sitthvora áttina. Við óskum Kolbeini góðs gengis í Svíþjóð,“ sagði Henrik Jurelius yfirmaður knattspyrnumála hj´AIK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði