fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433

Siggi Raggi gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá Keflavík

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem yfirmann knattspyrmála hjá félaginu. Siggi Raggi mun samhliða þessu starfi vera áfram einn af tveimur aðalþjálfurum meistaraflokks karla ásamt Eysteini Húna Haukssyni en liðið tryggði sér sæti í PepsíMax deild karla á nýafstöðnu tímabili.

Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga og er markmiðið að með ráðningunni verði allt faglegt starf innan félagsins samþætt frá yngsta aldursflokki að meistaraflokki. Sigurður mun starfa náið með framkvæmdastjóra félagsins, þjálfarateymi yngri flokkanna, barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar.

Sigurður Garðarsson formaður stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur: “Það er mikill fengur fyrir Keflavík að fá Sigga Ragga inní fullt starf hjá félaginu. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari bæði heima og erlendis auk þess sem hann starfaði í 12 ár sem fræðslustjóri KSÍ. Keflavík hefur sýnt það síðustu ár að með því að horfa inná við og vinna í því að byggja upp starfið markvisst má ná meiri árangri. Í bæði karla- og kvennaliðunum okkar er stór hluti af uppöldum ungum leikmönnum sem hafa þroskast mikið á síðustu árum og munu bæði spila á meðal þeirra bestu á nýju ári. Með komu Sigga Ragga viljum við bæta enn frekar í þessa stefnu og horfa heildstætt á knattspyrnuna í Keflavík frá yngsta stigi að því efsta. Í starfinu viljum við búa til góða knattspyrnumenn og ekki síður góða einstaklinga sem þroskast hjá félaginu sem einstaklingar og ekki síður sem félagsmenn. “

Sigurður Ragnar Eyjólfsson: “ Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði ennþá betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig. Við viljum vera með öflug lið og leikmenn og festa okkur í sessi sem félag í efstu deild. Hjá Keflavík er mikið af öflugu og hæfu fólki og ég hlakka mikið til að vinna með því ”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag