fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Rúrik fer nýjar leiðir eftir að skórnir fóru á hilluna – „Ég veit ekkert hvort ég get sungið eða leikið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. desember 2020 11:00

© 365 ehf / Eyþór Rúrik Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason ákvað á dögunum að leggja fótboltaskóna á hilluna, þessi ákvörðun sem Rúrik tók kom mörgum á óvart. Rúrik er 32 ára gamall sem er ekki hár aldur fyrir knattspyrnufólk.

Rúrik hafði lítið glímt við meiðsli, hann ákvað hins vegar að fara í aðra átt þegar samningur hans við Sandhausen í Þýskalandi

Draumur Rúriks hafði alltaf verið að spila fótbolta sem atvinnumaður og ræðir um það við Fréttablaðið. „Það hefði getað brugðið til allra átta. Ég geri mér grein fyrir því. Heiðarlegt svar er að frá því ég var fimm ára ætlaði ég bara að verða atvinnumaður í fótbolta. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina. Í grunnskóla nennti ég ekki að sinna náminu kannski nógu vel, því ég bara vissi að ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Það var það eina sem komst að hjá mér, ég var í fótbolta allan daginn, alla daga. Ég geri mér hreinlega ekki grein fyrir því í hvaða átt ég hefði farið ef boltinn hefði ekki verið númer eitt hjá mér,“ segir Rúrik við Fréttablaðið.

Þessa dagana er hann að leika í bíómynd og þá er hann að geta út lag. Hannes Þór Halldórsson, fyrrum samherji úr landsliðinu í fótbolta er að leikstýra myndinni, Leynilöggan.

„Ég sjálfur hef kannski ekki endilega dómgreind á það eða get sagt til um hvort ég geti yfir höfuð sungið eða leikið. Mér finnst það alltaf ákveðin viðurkenning þegar það kemur frá einhverjum öðrum. Eins og þegar Hannes biður mig um að vera með í myndinni. Eða þegar Victor segir: „Getur þú sungið þetta lag? Ég veit þú getur sungið.“ Öll þessi verkefni eiga það sameiginlegt að þau eru að frumkvæði einhvers annars. Ég er ekkert að þröngva mér í eitthvað sem ég veit ekki einu sinni hvort ég er góður eða lélegur í.“

Rúrik segir það öðruvísi að feta aðrar slóðir. „Ég veit alveg hvenær ég spila góðan eða lélegan leik í fótbolta. Ég verð bara að vera heiðarlegur með það að ég veit ekkert hvort ég get sungið eða leikið,“ segir hann og hlær.

Viðtalið við Rúrik í Fréttablaðinu má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Í gær

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist