fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Andri segir stelpurnar litlar mýs sem þoli ekki það sama og karlar – „Kvenfyrirlitning? Nei gleymdu því“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 12:00

Mynd/ Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til hamingju .net og KSÍ að hrekja árangursríkasta þjálfara Íslands frá störfum útaf því að einhverjar litlar mýs þoldu ekki að láta tala við sig eins og karlana, en berjast samt fyrir sömu launum og bónusum innan KSÍ. Glórulaust! Og ef einhversstaðar er trúnaðarbrestur er það innan veggja KSÍ,“ skrifar knattspyrnumaðurinn Andri Júlíusson á Twitter í gær og kemur þar bróður sínum Jóni Þór Haukssyni til varnar. Andri lék lengi vel með ÍA í efstu deild í knattspyrnu en Jón Þór Hauksson sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari kvenna í gær.

Þessi niðurstaða komst í málið eftir atvik sem kom upp í Ungverjalandi í síðustu viku. Atvik kom upp í fögnuði liðsins í Ungverjalandi í síðustu viku. Þjálfarinn, starfsfólk KSÍ og leikmenn voru þá að sletta úr klaufunum eftir að stelpurnar höfðu tryggt sig inn á Evrópumótið í Englandi. Jón Þór fór yfir strikið í samskiptum við leikmenn og ákvað að stíga til hliðar. „Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og einstakra leikmanna,“ sagði Jón Þór í yfirlýsingu í gær.

Óhætt er að segja að færsla Andra um málið hafi vakið hörð viðbrögð en þar sakar hann Fótbolta.net, sem sagði fyrst frá málinu um að hafa komið Jóni Þóri úr starfi. „Hér ert þú beinlínis að ljúga upp á mig Andri. En það er aldagömul hefð að skjóta sendiboðann,“ skrifaði Hafliði Breiðfjörð í svari til Andra en hann skrifaði fyrstu fréttina um málið á Fótbolta.net.

Hafliði setti svo sjálfur inn færslu um málið og skrifaði. „Sumir vilja kenna leikmönnum Íslands um stöðu fráfarandi landsliðsþjálfara. Þær eru fórnarlömb en ekki gerendur. Einhverjir kenna umfjöllun fjölmiðla um. Sú staðreynd að málið hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ undirstrikar mikilvægi fjölmiðlaumfjöllunar,“ segir Hafliði og vitnar í frétt Fréttablaðsins í dag um að málið hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ tveimur dögum eftir umrætt atvik í Ungverjalandi.

Andri sagður risaeðla og karlremba:

Óhætt er að fullyrða að engin færsla á samfélagsmiðlum um þetta mál hefur vakið jafn hörð viðbrögð og þessi færsla Andra um að landsliðskonurnar væru litlar mýs. „Guð minn góður, tími fyrir risaeðlur og karlrembur að logga sig út,“ skrifar Melkorka Yrr um málið.

Koldís María Eymundsdóttir sagði við Andra. „Úff, erfitt að velja hvað er verst í þessu tísti. karlremban? kvennfyrirlitningin? viðhorfið við þessu vandamáli? mögulega versta takeið á þessu máli hingað til.“

Andri hafnar því alfarið að færsla hans litist af kvenfyrirlitningu „Reiður og pirraður? Já. Kvennfyrirlitning? Nei gleymdu því,“ skrifar Andri í svari til Koldísar.

Eva Björk Benediktsdóttir fréttakona á RÚV tekur í sama streng. „Þetta er allra versta take sem ég hef séð. Á svo marga vegu
– alvöru kall,“ skrifar Eva sem hefur slegið í gegn í íþróttafréttum hjá RÚV síðustu mánuði.

Sindri segir Jón Þór góðan mann:

Sindri Sindrason fréttamaður hjá Stöð2 segir að Jón Þór sé frábær maður, það skuli enginn efast um það þrátt fyrir þetta atvik. „Nú hef ég aldrei unnið með honum, því annar okkar hefur minni áhuga á fótbolta en hinn…. en ég veit þó að Jón Þór er frábær pabbi, jafnvel betri eiginmaður, ekki minn heldur Sigrúnar Óskar og traustur vinur. Hann er líka brjálæðislega metnaðargjarn og hreinskilinn. Og það skal enginn halda að hér sé ekki um góðan mann að ræða,“ skrifar Sindri í færslu á Facebook og hefur hún fengið mikil og góð viðbrögð.

Nú hef ég aldrei unnið með honum, því annar okkar hefur minni áhuga á fótbolta en hinn…. en ég veit þó að Jón Þór er…

Posted by Sindri Sindrason on Tuesday, 8 December 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera