fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 12:30

Guðni gengur um völlinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að næsta landsliðsþjálfara Íslands í karlaflokki er í fullum gangi, sambandið hefur rætt við þá aðila sem koma til greina og mun á næstu dögum eða vikum hefja formlegar viðræður við þann aðila sem sambandið vill fá til starfa.

„Það eru í raun engar fréttir að færa yfir því, við erum í miðju ráðningarferli,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ í samtali við okkur í dag.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá sambandinu hefur sterklega verið orðaður við starfið. Samkvæmt heimildum er sambandið með 3-4 nöfn á sínu blaði og kannar hug þeirra. Arnar er þar á meðal

„Þetta tekur þann tíma sem það þarf að taka, það er reynt að vanda til verka. Við ræðum við þá aðila sem koma til greina, förum í gegnum það ferli. Það tekur einhvern tíma.“

Guðni staðfesti að sambandið hefði rætt við bæði íslenska og erlenda þjálfara um að taka við en hvaða atriði er rætt um í þeim þreifingum. „Bæði hug þeirra aðila til landsliðsins og hvaða hugsjón þeir hafa fyrir starfinu.“

Guðni vonast til þess að sambandið ljúki þessari vinnu fyrir áramót. „Það væri æskilegt að klára þetta á þessu ári, ég held að við ættum að geta náð því. Ef það dregst eitthvað inn á nýtt þá eru bara ástæður fyrir því, við erum að vanda til verka til að fá rétta teymið inn í þetta.“

Erik Hamren lét af störfum í síðasta mánuði, hann ákvað að stíga til hliðar án þess að viðræður færu af stað eftir að honum mistókst að koma liðinu inn á Evrópumótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum