Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Læknir Maradona telur að hann hafi ákveðið að yfirgefa bardagann

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 21:30

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Maradona, heldur áfram að tjá sig við fjölmiðla. Leopoldo hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Diego Maradona. Rannsóknin á að skera úr um það hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlát Maradona.

Spænska blaðið Marca, greinir frá því að Leopoldo haldi því fram að Maradona hafi fengið bestu mögulegu læknisþjónustu og meira til á meðan hann lá á sjúkrahúsi.

„Á einum tímapunkt sagði Maradona við mig ‘ Hversu langt viltu fara með þetta læknir? Ég hef þjáðst mikið nú þegar’, sagði Leopoldo við fréttamenn í dag.

Hann telur að lífskrafturinn hafi verið horfinn úr Maradona.

„Ég held að Diego hafi, þegar upp er staðið, ákveðið að yfirgefa bardagann. Hann var mjög sorgmæddur og ég sá það. Hann var að refsa sjálfum sér á þá leið sem ég gat ekki samþykkt sem vinur hans,“ sagði Leopoldo.

Ástand Maradona hrakaði mjög eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. Á endanum lést hann af völdum hjartaáfalls.

Rannsóknin á andláti Maradona er talin geta staðið yfir í nokkra mánuði. Í gær var gerð húsleit á heimili og vinnustað Leopoldo Luque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins
433Sport
Í gær

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal