fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Læknir Maradona telur að hann hafi ákveðið að yfirgefa bardagann

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 21:30

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Maradona, heldur áfram að tjá sig við fjölmiðla. Leopoldo hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Diego Maradona. Rannsóknin á að skera úr um það hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlát Maradona.

Spænska blaðið Marca, greinir frá því að Leopoldo haldi því fram að Maradona hafi fengið bestu mögulegu læknisþjónustu og meira til á meðan hann lá á sjúkrahúsi.

„Á einum tímapunkt sagði Maradona við mig ‘ Hversu langt viltu fara með þetta læknir? Ég hef þjáðst mikið nú þegar’, sagði Leopoldo við fréttamenn í dag.

Hann telur að lífskrafturinn hafi verið horfinn úr Maradona.

„Ég held að Diego hafi, þegar upp er staðið, ákveðið að yfirgefa bardagann. Hann var mjög sorgmæddur og ég sá það. Hann var að refsa sjálfum sér á þá leið sem ég gat ekki samþykkt sem vinur hans,“ sagði Leopoldo.

Ástand Maradona hrakaði mjög eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið. Á endanum lést hann af völdum hjartaáfalls.

Rannsóknin á andláti Maradona er talin geta staðið yfir í nokkra mánuði. Í gær var gerð húsleit á heimili og vinnustað Leopoldo Luque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag