fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Kjartan Henry á skotskónum í sigri gegn sínu gamla liði

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 14:55

Kjartan Henry í leik með Horsens / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður AC Horsens, var í byrjunarliði og skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri gegn sínu fyrrum félagi, Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Ágúst Hlynsson, kom inn á sem varamaður fyrir Kjartan á 87. mínútu.

Louka Prip, kom Horsens yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu.

Á 41. mínútu var röðin komin að Kjartani Henry er hann tvöfaldaði forystu Horsens.

Á 49. mínútu skoraði síðan Jannik Pohl sitt annað mark í leiknum með marki úr vítaspyrnu.

Wahid Faghir minnkaði muninn fyrir Vejle með marki á 92. mínútu leiksins en nær komst Vejle ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í sigri Horsens sem hefur líklegast reynst Kjartani Henry afar sætur. Hann gekk til liðs við Horsens frá Vejle í október eftir að hafa fengið lítinn spilatíma hjá síðarnefnda félaginu.

Kjartan fékk samningi sínum við Vejle rift en hann var úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóra liðsins eftir að hafa gagnrýnt liðsval hans.

Horsens er eftir sigurinn í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir 10 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum