fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Jóhann Berg ónotaður varamaður þegar City slátraði Burnley

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 16:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður þegar Burnley tapaði stórt gegn Manchester City á útivelli. Íslenski kantmaðurinn er að komast af stað eftir meiðsli en hann byrjaði síðasta leik þar sem liðið vann Crystal Palace.

Manchester City var með yfirburði á vellinum allan leikinn en Riyad Mahrez kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu. Mahrez bætti við öðru marki á 22 mínútu og Benjamin Mendy kom liðinu í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Ferran Torres kom City í 4-0 í síðari hálfleik áður en Riyad Mahrez skoraði þriðja mark sitt. Bailey Peacock-Farrell sem stóð í marki Burnley skoraði svo sjálfsmark.

Burnley situr í sautjánda sæti með fimm stig eftir níu leiki en Manchester City er í áttunda sæti með 15 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni