fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Ísland hríðfellur á lista FIFA – Verða í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 09:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland fellur um sjö sæti á lista FIFA sem kom út í dag og er íslenska liðið í 46 sæti á nýjum lista eftir þrjú töp í nóvember.

Ísland tapaði gegn Ungverjaland, Danmörku og Englandi í síðasta verkefni Erik Hamren sem hefur hætt störfum.

Þessi niðurstaða á listanum hefur áhrif á stöðu Íslands þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Nú er ljóst að Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki.

Belgía situr áfram á toppi listanum, Frakkland er í öðru sæti og Brasilía í því þriðja. England situr í fjórða sæti FIFA listans.

Ljóst er að Ísland hefur leik í undankeppni HM á þremur útileikjum í mars á næsta ári og mun enda riðlakeppnina á tveimur útileikjum í nóvember. Sökum Laugardalsvallar getur Ísland og fær í raun ekki leyfi frá UEFA til að spila heimaleiki á vellinum yfir vetur.

Allir útileikir Íslands verða því spilaðir í tveimur gluggum en heimaleikirnir fara fram í september og október. Þrír heimaleikir í september og tveir í október ef Ísland endar í sex liða riðli. Fimm riðlar verða með fimm liðum og fimm riðlar með sex liðum.

Ísland gæti orðið heppið með drátt og átt góðan möguleika á sæti á Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022 en liðið gæti líka endað í dauðariðli sem erfitt væri að komast upp úr. Hér að neðan má sjá mögulega riðla o

Dauðariðill Íslendinga
Belgía
Sviss
Ísland
Albanía
Kasakstan
Moldóva

Besti mögulegi riðilinn
Holland
Rúmenía
Ísland
Lúxemborg
Andorra
San Marínó

Leikdagar:
Leikdagar 1-3 Mars 2021
Leikdagar 4-6 September 2021
Leikdagar 7-8 Október 2021
Leikdagar 9-10 Nóvember 2021
Umspil Mars 2022

Svona eru styrkleikaflokkarnir:
1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland.

2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía.

3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland.

4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg.

5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra.

6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar

Gæti flutt aftur til Birmingham í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Í gær

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf