fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 19:50

Phil Foden skoraði sigurmark Manchester City / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Olympiacos og Gladbach vann stórsigur á Shakhtar Donetsk.

Í C-riðli tók gríska liðið Olympiacos á móti Manchester City. City dugði sigur til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og leikmenn liðsins sáu til þess að svo yrði. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36.mínútu eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling.

City er eftir leikinn í 1. sæti C-riðils með 12 stig. Olympiacos er í 3.sæti með 3 stig.

Í Þýskalandi unnu heimamenn í Borussia Mönchengladbach 4-0 stórsigur á Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Lars Stindl kom Gladbach yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Nico Elcedi tvöfaldaði síðan forystu heimamanna með marki á 34. mínútu.

Breel Embolo skoraði síðan þriðja mark Gladbach á 45. mínútu og Oscar Wendt innsiglaði 4-0 sigur heimamanna með marki á 77. mínútu.

Gladbach er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með 8 stig. Shakhtar er í 2. sæti með 4 stig.

C-riðill
Olympiacos 0 – 1 Manchester City 
0-1 Phil Foden (’36)

B-riðill
Borussia Mönchengladbach 4 – 0 Shakhtar Donetsk 
1-0 Lars Stindl (’17, víti)
2-0 Nico Elcedi (’34)
3-0 Breel Embolo (’45)
4-0 Oscar Wendt (’77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United og Liverpool mætast í enska bikarnum á morgun – Rifjar upp þegar hann fór blóðugur af velli

Manchester United og Liverpool mætast í enska bikarnum á morgun – Rifjar upp þegar hann fór blóðugur af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Reykjavíkurmótið: Valur ekki í vandræðum með Þrótt Reykjavík

Reykjavíkurmótið: Valur ekki í vandræðum með Þrótt Reykjavík
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aubameyang ekki með Arsenal vegna „persónulegra ástæðna“

Aubameyang ekki með Arsenal vegna „persónulegra ástæðna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samdi við draumafélagið og mun veita Rúnari harða samkeppni – Slær strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins

Samdi við draumafélagið og mun veita Rúnari harða samkeppni – Slær strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reykjavíkurmótið – Valur fór illa með KR

Reykjavíkurmótið – Valur fór illa með KR
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttar Magnús Karlsson frá í 6-8 vikur

Óttar Magnús Karlsson frá í 6-8 vikur
433Sport
Í gær

Þarf Solskjær að byrja Cavani í hverjum einasta leik?

Þarf Solskjær að byrja Cavani í hverjum einasta leik?
433Sport
Í gær

Eru þessi ummæli Klopp merki um pirring í garð stjórnar félagsins?

Eru þessi ummæli Klopp merki um pirring í garð stjórnar félagsins?