fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 19:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Olympiacos og Gladbach vann stórsigur á Shakhtar Donetsk.

Í C-riðli tók gríska liðið Olympiacos á móti Manchester City. City dugði sigur til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og leikmenn liðsins sáu til þess að svo yrði. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36.mínútu eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling.

City er eftir leikinn í 1. sæti C-riðils með 12 stig. Olympiacos er í 3.sæti með 3 stig.

Í Þýskalandi unnu heimamenn í Borussia Mönchengladbach 4-0 stórsigur á Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Lars Stindl kom Gladbach yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Nico Elcedi tvöfaldaði síðan forystu heimamanna með marki á 34. mínútu.

Breel Embolo skoraði síðan þriðja mark Gladbach á 45. mínútu og Oscar Wendt innsiglaði 4-0 sigur heimamanna með marki á 77. mínútu.

Gladbach er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með 8 stig. Shakhtar er í 2. sæti með 4 stig.

C-riðill
Olympiacos 0 – 1 Manchester City 
0-1 Phil Foden (’36)

B-riðill
Borussia Mönchengladbach 4 – 0 Shakhtar Donetsk 
1-0 Lars Stindl (’17, víti)
2-0 Nico Elcedi (’34)
3-0 Breel Embolo (’45)
4-0 Oscar Wendt (’77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“