fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
433Sport

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren lauk leik sem landsliðsþjálfari Íslans gegn Englandi í síðustu viku, í rúm tvö ár hefur þessi geðþekki Svíi verið við stýrið.

Hamren tók sjálfur þá ákvörðun að stíga til hliðar og aldrei fóru neinar viðræður við KSÍ áframhaldandi starf, hann vildi stíga til hliðar eftir að hafa mistekist að koma liðinu á Evrópumótið.

Við lögðum fram spurningu fyrir lesendur okkar á dögunum um hver ætti að verða næsti landsliðsþjálfari. Rúmlega 2 þúsund tóku þátt.

Óvíst er hvaða leið stjórn KSÍ fer, mun stjórn sambandsins halda áfram að leita út fyrir landsteinana eða horfa inn á við. Heimir Hallgrímsson varð að besta landsliðsþjálfara í sögu Íslands efir samstarf við Lars Lagerback. KSÍ gæti skoðað það að ráða einhvern sem verið í kringum þetta teymi.

Líklegasti kosturinn ef sú leið væri farinn er að ræða við Freyr Alexandersson sem unnið hefur með Lagerback, Heimi og nú Erik Hamren. Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 liðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ er sterklega orðaður við starfið og margir hafa nefn Rúnar Kristinsson til sögunnar.

Lang flestir vilja fá erlendan þjálfara eða rúm 40 prósent af þeim sem að tóku þátt. Þegar kemur að Íslendingum er Heimir Hallgrímsson með mikla yfirburði.

Kosningin:
Erlendur þjálfari – 830 atkvæði (41.23%)
Heimir Hallgrímsson – 509 atkvæði (25.29%)
Rúnar Kristinsson – 200 atkvæði (9.94%)
Heimir Guðjónsson – 157 atkvæði (7.80%)
Freyr Alexandersson – 155 atkvæði (7.70%)
Arnar Þór Viðarsson – 120 atkvæði (5.96%)
Arnar Grétarsson – 23 atkvæði (1.14%)
Ólafur Kristjánsson – 22 atkvæði (1.09%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni