fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
433Sport

Segja að Juventus leiði kapphlaupið um Ísak Bergmann

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 17:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Mirror, segir frá því á vefsíðu sinni í dag að Juventus leiði kapphlaupið um kaup á Íslendingnum efnilega, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, leikmanni Norrköping í Svíþjóð.

Mirror segir frá því að Manchester United sé þessa stundina að missa af möguleikanum á að kaupa leikmanninn en enska félagið hefur verið að fylgjast með leikmanninum undanfarið.

Ísak hefur sjálfur sagt að það væri draumur að spila fyrir Manchester United en hann bjó á sínum tíma í Manchester þegar Jóhannes Karl, faðir hans, spilaði sem atvinnumaður í Englandi.

Það er talið að fjölmörg stórlið séu á eftir Ísaki en ítölsku meistararnir í Juventus eru sagðir hafa aukið áhuga sinn á Íslendingnum.

Talið er að Norrköping vilji fá að minnsta kosti 5 milljónir punda fyrir leikmanninn, það samsvarar í kringum 905 milljónum íslenskra króna.

Ísak lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland í tapi gegn Englandi í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

2. deild karla: Ótrúleg dramatík á Ásvöllum – Aftur komu Haukar til baka manni færri

2. deild karla: Ótrúleg dramatík á Ásvöllum – Aftur komu Haukar til baka manni færri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeild karla: Góður heimasigur ÍBV – Kórdrengir sóttu þrjú stig norður

Lengjudeild karla: Góður heimasigur ÍBV – Kórdrengir sóttu þrjú stig norður
433Sport
Í gær

Ólafur um stóra bindis-málið: „Bjargráður, gangráður og vandráður“

Ólafur um stóra bindis-málið: „Bjargráður, gangráður og vandráður“
433Sport
Í gær

Harkaleg mótmæli í nótt – „Farðu til fjandans feita Kop kunta“

Harkaleg mótmæli í nótt – „Farðu til fjandans feita Kop kunta“
433Sport
Í gær

Ramos ætlaði að vera áfram en komst þá að þessu

Ramos ætlaði að vera áfram en komst þá að þessu
433Sport
Í gær

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi

Þetta er ríkasti knattspyrnumaður í heimi