fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Klopp er ekki reiður út í kærulausan Salah – Dansaði grímulaus og fékk veiruna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 13:00

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah stjarna Liverpool er á leið til Englands í einkaflugvél með COVID-19 veiruna, hann smitaðist í Egyptalandi áður en hann fór í landsliðsverkefni.

Salah skellti sér í brúðkaup hjá bróður sínum áður en hann fór í verkefni Egyptalands. Þar sást til Salah dansa grímulausan og veiran virtist hafa náð til hans.

Salah má ekki spila næstu leiki Liverpool vegna þess en hann lendir í London í dag og heldur heim til Bítlaborgarinnar. Jurgen Klopp stjóri Liverpool er ekki reiður út í kærulausan Salah.

„Salah kemur í dag, hann hefur ekki nein einkenni. Ég vil ekkert ræða hvaða hluti ég tala um við leikmennina,“ sagði Klopp við fréttamenn í dag.

„Ég var staddur í Þýskalandi í sumar og var á leið í afmæli hjá vini mínum en hætti við á síðustu stundu. Brúðkaupsveisla hjá bróður þínum er einstakt augnablik. Leikmenn Liverpool hafa verið agaðir en stundum gerast svona hlutir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona