fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ari Freyr um tárin á Wembley í vikunni – „Þessi gluggi er nátt­úr­lega al­gjört kjaftæði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Freyr Skúlason segir í viðtali við Morgunblaðið að mögulega hafi hann spilað sinn síðasta landsleik gegn Englandi á miðvikudag. Það vakti athygli eftir tapið gegn Englandi þegar Ari sat á Wembley vellinum um langt skeið. Ari felldi þar tár á meðan hann hugsaði um framtíðina og fortíðina.

Ari er 33 ára gamall leikmaður Oost­ende í Belgíu og hefur leikið 77 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Um tárin á Wembley hafði Ari þetta að segja í viðtali við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu. „Maður er alltaf von­svik­inn þegar maður tap­ar en þessi Ung­verja­leik­ur sat mikið í öll­um enda var mark­miðið núm­er eitt, tvö og þrjú að kom­ast á EM og við vor­um ansi ná­lægt því. Þessi þriggja lands­leikja gluggi er nátt­úr­lega al­gjört kjaftæði enda erum við að tala um þrjá lands­leiki á sjö dög­um og ofan á það bæt­ast ferðalög á milli landa,“ sagði Ari við Morgunblaðið.

Getty Images

Ari talar vel um Erik Hamren og Freyr Alexandersson sem voru að stýra liðinu í síðasta sinn, sá sænski ákvað að láta af störfum og óvíst er hvað KSÍ gerir í þjálfaramálum og hvort Freyr komi að því.

„Við vor­um svo gott sem meiðslalaus­ir í sjö ár þegar Lars Lag­er­bäck og Heim­ir Hall­gríms­son voru með liðið og gát­um þess vegna alltaf spilað á sama liðinu all­an tím­ann. Það er auðvelt að gagn­rýna þegar menn þurfa að fara að breyta og beygja út af van­an­um ef svo má segja. Við fáum 19 stig í undan­keppni EM sem er einu stigi minna en Lars náði í. Sú gagn­rýni sem Erik Hamrén og Freyr Al­ex­and­ers­son hafa fengið er al­gjör­lega óverðskulduð að mínu mati enda báðir mikl­ir topp­menn og þjálf­ar­ar.“

Það vekur svo athygli að Ari velur Lars Lagerback sem besta landsliðsþjálfarann en hann treysti mikið á Ara, hjá Heimi Hallgrímssyni og Hamren var Ari meira á bekknum.

„All­ir þjálf­ar­ar landsliðsins sem ég hef unnið með í gegn­um tíðina hafa verið ólík­ir og nálg­un þeirra hef­ur verið mis­mun­andi. Fyr­ir mér er það hins veg­ar alltaf Lars Lag­er­bäck sem er núm­er eitt. Hann er því­líkt topp­ein­tak og kom mér inn í þetta á sín­um tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum