fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Biðjast afsökunar á því að hafa brotið reglur um helgina – „Þetta spilaðist svona í kjölfar fréttanna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 12:02

Frá fögnuði Leiknis um helgina. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Leiknis harmar það að leikmenn og starfsmenn félagsins hafi brotið sóttvarnarreglur á föstudag þegar KSÍ blés Íslandsmótin af. Sú ákvörðun KSÍ varð til þess að Leiknir fór upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins.

Leikmenn og starfsmenn félagsins fögnuðu þeim merka áfanga vel og innilega en á sama tíma voru reglur um sóttvarnir brotnar. Málið er nú á borði lögreglu.

Yfirlýsing Leiknis:
Stjórn Leiknis Reykjavík harmar þá atburðarás sem fór af stað eftir að fréttir bárust um ákvörðun KSÍ að Íslandsmóti yrði hætt og þar með ljóst að Leiknir myndi spila í efstu deild á næstu leiktíð.

Leikmenn í meistaraflokki liðsins voru að ljúka æfingu, þar sem þágildandi reglum varðandi æfingar var fylgt, þegar þetta var tilkynnt og viðurkennist að fagnaðarlætin fóru fram úr hófi miðað við þær reglur sem eru í gildi og þær sem voru í gildi á þeim tíma varðandi fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir.

Stjórnin vill undirstrika að ekki var um skipulagðan viðburð að ræða heldur spilaðist þetta svona í kjölfar fréttanna.

Félagið biðst afsökunar á þessari framgöngu og hvetur alla til að fara að fyrirmælum stjórnvalda og snúa bökum saman í baráttunni við faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni
433Sport
Í gær

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur