fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Biðjast afsökunar á því að hafa brotið reglur um helgina – „Þetta spilaðist svona í kjölfar fréttanna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 12:02

Frá fögnuði Leiknis um helgina. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Leiknis harmar það að leikmenn og starfsmenn félagsins hafi brotið sóttvarnarreglur á föstudag þegar KSÍ blés Íslandsmótin af. Sú ákvörðun KSÍ varð til þess að Leiknir fór upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins.

Leikmenn og starfsmenn félagsins fögnuðu þeim merka áfanga vel og innilega en á sama tíma voru reglur um sóttvarnir brotnar. Málið er nú á borði lögreglu.

Yfirlýsing Leiknis:
Stjórn Leiknis Reykjavík harmar þá atburðarás sem fór af stað eftir að fréttir bárust um ákvörðun KSÍ að Íslandsmóti yrði hætt og þar með ljóst að Leiknir myndi spila í efstu deild á næstu leiktíð.

Leikmenn í meistaraflokki liðsins voru að ljúka æfingu, þar sem þágildandi reglum varðandi æfingar var fylgt, þegar þetta var tilkynnt og viðurkennist að fagnaðarlætin fóru fram úr hófi miðað við þær reglur sem eru í gildi og þær sem voru í gildi á þeim tíma varðandi fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir.

Stjórnin vill undirstrika að ekki var um skipulagðan viðburð að ræða heldur spilaðist þetta svona í kjölfar fréttanna.

Félagið biðst afsökunar á þessari framgöngu og hvetur alla til að fara að fyrirmælum stjórnvalda og snúa bökum saman í baráttunni við faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“