fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Salah þarf að vera í einangrun í Egyptalandi – Þetta eru leikirnir sem hann missir af

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 15:00

Mohamed Salah (Liverpool) / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah þarf að vera í einangrun í Egyptalandi næstu vikuna eftir að hafa aftur greinst jákvæður í COVID-19 prófi.

Salah hafði vonast eftir því að fyrsta prófið væri vitlaust og að hann gæti snúið aftur til Englands og hjálpað Liverpool í komandi verkefnum. Svo reyndist ekki vera og hann greindist aftur jákvæður.

Salah mun hið minnsta missa af þremur leikjum Liverpool, hann verður ekki með gegn Leicester um helgina og ekki með gegn Atalanta í Meistaradeildinni.

Samkvæmt reglum enska sambandsins þá þarf leikmaður vera tíu daga í einangrun eftir smit og þá missir hann einnig af leik við Brighton.

Salah ætti að vera leikfær gegn Ajax þann 1 desember ef veiran hverfur úr honum fyrir þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona