fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Leikmenn Íslands svekktir að sjá Hamren hætta – „Það hefur mikið verið á móti honum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 09:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands segir leikmenn liðsins vera svekkta með þá ákvörðun Erik Hamren að láta af störfum sem þjálfari liðsins. Hamren greindi frá því í morgun að hann ætlaði sér að hætta eftir leikina tvo í Þjóðadeildinni.

Markmið Hamren var að koma Íslandi á Evrópumótið næsta sumar og þegar það mistókst á fimmtudag, ákvað hann að láta af störfum.

„Það hefur verið virkilega gaman og erfitt, ekki erfitt að vinna með honum. Erfitt fyrir hann að koma inn í þennan hóp sem hefur verið að ganga í gegnum mikil meiðsli. Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma frá flest öllum, hann hefur bætt okkur mikið. Hann og Freysi hafa lagt mikið á sig í þessum verkefnum, þetta hefur verið skrýtið í gegnum COVID. Þeir voru að undirbúa umspils leiki sem þeir vissu aldrei hvenær yrðu spilaðir. Það hefur mikið verið á móti honum,“ sagði Aron Einar á fundinum.

Aron segir frábært að vinna með honum og leikmenn Íslands séu svekktir að sjá hann fara.

„Samstarfið milli hans og leikmanna hefur verið gott, hann veit hvernig okkur líður með það að hann sé að hætta. Hann er frábær í mannlegum samskiptum sem þjálfari, við erum svekktir með hann hafi tekið þessa ákvörðun.“

„Lífið heldur áfram og við þurfum að einbeita okkur að næstu undankeppni fljótlega. Það verður að virða hans ákvörðun að taka þetta skref, okkar samstarf hefur verið virkilega gott. Ég vil þakka honum fyrir hans störf, það er svekkjandi að komast ekki inn á þriðja stórmótið í röð með hann við stjórnvölin.“

Hamren tók við landsliðinu eftir HM 2018 og ætlaði sér að koma liðinu á EM, eftir að það mistókst ákvað hann að láta af störfum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Í gær

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð