fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Leikmenn Íslands svekktir að sjá Hamren hætta – „Það hefur mikið verið á móti honum“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 09:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands segir leikmenn liðsins vera svekkta með þá ákvörðun Erik Hamren að láta af störfum sem þjálfari liðsins. Hamren greindi frá því í morgun að hann ætlaði sér að hætta eftir leikina tvo í Þjóðadeildinni.

Markmið Hamren var að koma Íslandi á Evrópumótið næsta sumar og þegar það mistókst á fimmtudag, ákvað hann að láta af störfum.

„Það hefur verið virkilega gaman og erfitt, ekki erfitt að vinna með honum. Erfitt fyrir hann að koma inn í þennan hóp sem hefur verið að ganga í gegnum mikil meiðsli. Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma frá flest öllum, hann hefur bætt okkur mikið. Hann og Freysi hafa lagt mikið á sig í þessum verkefnum, þetta hefur verið skrýtið í gegnum COVID. Þeir voru að undirbúa umspils leiki sem þeir vissu aldrei hvenær yrðu spilaðir. Það hefur mikið verið á móti honum,“ sagði Aron Einar á fundinum.

Aron segir frábært að vinna með honum og leikmenn Íslands séu svekktir að sjá hann fara.

„Samstarfið milli hans og leikmanna hefur verið gott, hann veit hvernig okkur líður með það að hann sé að hætta. Hann er frábær í mannlegum samskiptum sem þjálfari, við erum svekktir með hann hafi tekið þessa ákvörðun.“

„Lífið heldur áfram og við þurfum að einbeita okkur að næstu undankeppni fljótlega. Það verður að virða hans ákvörðun að taka þetta skref, okkar samstarf hefur verið virkilega gott. Ég vil þakka honum fyrir hans störf, það er svekkjandi að komast ekki inn á þriðja stórmótið í röð með hann við stjórnvölin.“

Hamren tók við landsliðinu eftir HM 2018 og ætlaði sér að koma liðinu á EM, eftir að það mistókst ákvað hann að láta af störfum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn

Segir England ekki geta unnið HM ef Tuchel velur ekki þessa þrjá í hópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Í gær

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu

Búinn að maka krókinn vel í Sádí og getur nú valið milli stórliða í Evrópu
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield