fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Sprenghlægileg mistök í beinni útsendingu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 31. október 2020 14:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inverness Caledonian Thistle spilaði gegn Ayr United fyrir luktum dyrum í skosku úrvalsdeildinni í vikunni. Því var einungis hægt að horfa á leikinn á netinu en til þess þurftu aðdáendur að borga 10 pund, eða um 1800 íslenskar krónur.

Í stað þess að vera með margar myndavélar og fólk til að stýra þeim var ákveðið að notast við nýja tækni. Myndavél með gervigreind frá Pixellot var notuð en sú myndavél á að geta elt boltann án þess að hafa manneskju við stjórnborðið. Það fór þó heldur betur úrskeiðis í þessum leik.

Annar línuvörðurinn í leiknum var sköllóttur. Hárvöxtur línudómara er yfirleitt ekki fréttaefni en skalli línuvarðarins gerði það að verkum að útsendingin varð afar misheppnuð. Gervigreindin í myndavélinni hélt nefnilega að skalli línuvarðarins væri boltinn og því var línuvörðurinn aðalmyndefnið í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr útsendingunni sem sýnir hvernig myndavélin elti skallann frekar en boltann:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni