fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Sprenghlægileg mistök í beinni útsendingu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 31. október 2020 14:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inverness Caledonian Thistle spilaði gegn Ayr United fyrir luktum dyrum í skosku úrvalsdeildinni í vikunni. Því var einungis hægt að horfa á leikinn á netinu en til þess þurftu aðdáendur að borga 10 pund, eða um 1800 íslenskar krónur.

Í stað þess að vera með margar myndavélar og fólk til að stýra þeim var ákveðið að notast við nýja tækni. Myndavél með gervigreind frá Pixellot var notuð en sú myndavél á að geta elt boltann án þess að hafa manneskju við stjórnborðið. Það fór þó heldur betur úrskeiðis í þessum leik.

Annar línuvörðurinn í leiknum var sköllóttur. Hárvöxtur línudómara er yfirleitt ekki fréttaefni en skalli línuvarðarins gerði það að verkum að útsendingin varð afar misheppnuð. Gervigreindin í myndavélinni hélt nefnilega að skalli línuvarðarins væri boltinn og því var línuvörðurinn aðalmyndefnið í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband úr útsendingunni sem sýnir hvernig myndavélin elti skallann frekar en boltann:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna