fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 31. október 2020 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur varð Íslandsmeistari í efstu deild karla í gær eftir að KSÍ ákvað að blása öll Íslandsmót af vegna kórónuveirunnar. Reglugerð sambandsins gaf KSÍ leyfi til að blása mótin af og krýna meistara og senda lið upp og niður um deildir þó ekki væri búið að ljúka mótinu.

Valur hafði mikla yfirburði í efstu deild karla í sumar undir stjórn Heimis Guðjónssonar sem var á sína fyrsta ári með liðið.

Valsmenn fögnuðu vel og mikið í Fjósinu, samkomustað á Hlíðarenda í gærkvöld eftir að Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórn KSÍ tók þá ákvörðun að láta gott heita. Hertar reglur tóku gildi á landinu öllu í dag en þegar Valsmenn fögnuðu í gær voru þessar reglur í gangi.

„Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglu­gerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum,“ segir í reglunum.

Valsmenn fóru talsvert mikið á svig við þessar reglur í gær og deildu gleðinni með stuðningsmönnum liðsins í lokuðum Facebook hóp. Margir stuðningsmenn Vals hafa furðað sig á þessu og sendu ábendingar til blaðamanns.

Þannig voru talsvert fleiri en tuttugu í Fjósinu á Hlíðarenda og tveggja metra reglan var ekki virt. Þeir sem voru í gleðskapnum deildu myndum og myndbandi með stuðningsmönnum sínum.

„Samkomubann hvað?,“ skrifar Arnar Daði Arnarson þjálfari Gróttu í efstu deild karla í handbolta. Leikmenn Vals bera grímur á myndinni en á myndbandi sem birt var á meðal stuðningsmanna voru grímurnar geymdar í vasanum.

Hér má sjá myndbandið sem var deilt með stuðningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“