Sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen, segir að Mads Jörgensen, njósnari Liverpool, sé að öllum líkindum að fylgjast með Ísaki Bergmann Jóhannessyni í leik Norrköping og AIK sem er nú í gangi í sænsku úrvalsdeildinni.
Blaðamaður Fotbollskanalen, ræddi við Mads í hálfleik. Hann vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir því að hann væri á leik Norrköping og AIK
Ísak er 17 ára gamall og einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands. Hann hefur verið að spila virkilega vel með Norrköping undanfarið. Ísak hefur skorað 3 mörk og gefið 7 stoðsendingar fyrir Norrköping á þessu tímabili
Här spanar Liverpool-scout in allsvenske supertalangen.https://t.co/b0RNNIqTHJ pic.twitter.com/8VyBwsVqUX
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 26, 2020