Lilleström sigraði Sandnes Ulf með fjórum mörkum gegn tveimur í norsku úrvaldeildinni í dag. Hjá Lillestöm var Tryggvi Hrafn Haraldsson í byrjunarliðinu og Björn Bergmann Sigurðarson kom inná á 65. mínútu.
Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Fredrik Krogstad kom Lilleström yfir. Kent Eriksen jafnaði metin fyrir Sandnes Ulf aðeins þremur mínútum síðar. Lilleström komst aftur yfir á 25. mínútu með marki frá Tryggva Hrafni. Þriðja mark Lilleström skoraði Kaan Kairinen mínútu síðar og stóðu leikar 3-1 í hálfleik.
Lilleström hóf síðari hálfleik með marki frá Thomas Lehne Olsen. Sandnes Ulf klóraði í bakkann á 69. mínútu þegar Christian Landu-Landu kom boltanum í netið. Lokatölur 4-2 heimasigur hjá Lilleström.
Lilleström er í öðru sæti með 42 stig og Sandnes Ulf í því áttunda með 29 stig.
Lilleström 4 – 2 Sandnes Ulf
1-0 Fredrik Krogstad (13′)
1-1 Kent Eriksen (16′)
2-1 Tryggvi Haraldsson (25′)
3-1 Kaan Kairinen (26′)
4-1 Thomas Lehne Olsen (47′)
4-2 Christian Landu-Landu (69′)