Böðvar Böðvarsson, var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok og spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinni í dag.
Eina mark leiksins kom á 48. mínútu og það skoraði Mateusz Praszelik.
Jagiellonia er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 7 leiki.
Slask Wroclaw 1 – 0 Jagiellonia Bialystok
1-0 Mateusz Prasszelik (’48)