Luka Jovic framherji Real Madrid gæti átt yfir höfði sér sex mánuði á bak við lás og slá eftir að hann braut sóttvarnarreglur í heimalandi sínu Serbíu.
Í mars þegar kórónuveiran var að hreiðra um sig í Evrópu var leikmönnum Real Madrid skipað að halda sig heim og vera í sóttkví.
Jovic hlustaði ekki á það og flaug heim til Serbíu þar sem unnusta hans fagnaði afmæli, samkvæmt reglum þar í landi braut Jovic fjölda reglna er varðar sóttvarnir vegna veirunnar.
Mál hans er nú komið fyrir dómstóla og þarf Jovic að svara til saka, hann gæti fengið allt að sex mánaða fangelsisdóm.
Jovic leigði einkaflugvél til að komast heim til Serbíu en hann fór víða um Belgrad á þessum fordæmalausu tímum. Jovic hefur nú þegar borgað tæpar 4 milljónir í sekt sem gæti mildað dóminn yfir honum.