fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Liverpool leggur til tugi milljóna eftir að ríkisstjórnin neitaði að hjálpa börnum sem búa við fátækt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Bretlands hafnaði því að hjálpa börnum sem búa við fátækt að fá fríar máltíðir á meðan vetrarfrí er í skólum þar í landi. Um er að ræða börn sem treysta á máltíðir í skólanum til að komast af, foreldrar þeirra hafa lítið á milli handanna og er þetta þeirra von um að komast í gegnum daginn án þess að upplifa svengd.

Marcus Rashford sóknarmaður enska landsliðsins hefur barist við yfirvöld í Bretlandi um að gefa börnum að borða sem búa við fátækt. Rashford hefur látið í sér heyra um að börn sem fá máltíðir í skólum verði einnig að fá að borða þegar frí er í skólum. Rashford hefur því tekið málin í sínar hendur og hefur fengið veitingastaði út um allt Bretland til að bjóða upp á fríar máltíðir fyrir börn sem lifa við fátækt.

Liverpool hefur ákveðið að stíga einnig inn í þessa baráttu og hefur félagið lagt til 200 þúsund pund svo að börn í borginni fái að borða á næstu dögum.

Um er að ræða 36 milljónir sem Liverpool north food bank fær í sínar hendur til að tryggja að öll börn í nágrenninu fái að borða þegar fríið er í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag