COVID-19 veiran mælist áfram í Cristiano Ronaldo en hann fór aftur í próf í gær rúmri viku eftir að hafa greinst með veiruna.
Ronaldo hefur ekki sýnt mikil einkenni veirunnar en hann dvelur á heimili sínu á Ítalíu á meðan veiran greinist enn í honum.
Ronaldo hafði vonast til þess að mælast veirulaus í gær til þess að geta mætt Barcelona í Meistaradeildinni í næstu viku.
Samkvæmt reglum UEFA þarf leikmaður að vera veirulaus viku fyrir leik til þess að fá leyfi til þess að taka þátt.
Ronaldo hefur verið ósáttur með framgöngu mála en hann segist ekki hafa nein einkenni.