Luka Modric miðjumaður Real Madrid hefur sagt frá því þegar hann var í viðræðum við Chelsea og fór á fund á snekkju Roman Abramovich eiganda félagsins.
Snekkjan sem Abramovich á var tekinn í notkun árið 2010 og kostaði 300 milljónir punda en Modric fór á fundinn ári síðar þegar hann var leikmaður Tottenham.
„Tottenham vildil ekki selja mig þangað, ég átti ekki von á því að þetta færi í gegn. Tottenham vildi ekki selja leikmann til Chelsea, erkifjendur í sömu borg,“ sagði Modric.
„Það var gaman að vita af áhuga þeirra, það sannaði að ég var að gera hlutina vel.“
Hann segir að gaman hafi verið að hitta Abramovich á snekkjunni. „Þetta var stór snekkja, þetta var skemmtilegt augnablik. Hann var ljúfur maður,“ sagði Modric.
„Ég hitti hann þarna í fyrsta sinn, þetta var geggjuð snekkja.“