Það sauð allt upp úr á Spáni um helgina þegar Getafe vann mjög svo óvæntan sigur á Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Ronald Koeman þjálfari Barcelona var reiður eftir orðaskipti við leikmann Getafe undir lok leiks.
Allan Nyom varnarmaður Getafe sagði vð Koeman. „Tíkarsonur, farðu og eigðu við sjálfan þig,“ er haft eftir Nyom í spænskum blöðum í dag.
Koeman var öskureiður vegna þessa og fór eftir leik til þjálfara Getafe, Jose Bordalas og ræddi við hann um atvikið.
„Ég var bara að segja honum að Nyom hefði ekki borið neina virðingu fyrir mér,“ sagði Koeman eftir tapið óvænta.
„Ég mun ekki endurtaka hans orð en það var það sem ég var að ræða við þjálfara Getafe.“
„Hann niðurlægði mig og sýndi enga virðingu, ég tek ekki svona. Þetta má ekki gerast í leiknum okkar. Þetta voru mjög ljót orð.“