Fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Nýliðar West Bromwich Albion tóku á móti Burnley.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Fátt markvert gerðist í leiknum. West Brom kom þó knettinum í netið á 37. mínútu. Dómarinn ákvað að nýta sér hina umdeildu VAR tækni sem leiddi í ljós rangstæðu.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og spilaði fyrstu 69. mínúturnar.
West Brom situr í 17. sæti með tvö stig og Burnley er í því 18 með 1 stig.
West Bromwich Albion 0 – 0 Burnley