fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Sancho sást ekki á æfingasvæði Dortmund í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund er sagður setja mikinn þunga á forráðamenn Dortmund og umboðsmann sinn um að koma sér til Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sancho hefur fram til mánudags til að komast til United en félögin hafa átt í samskiptum í vikunni. Í öðrum fréttum kemur fram að Dortmund sé nú tilbúið að selja Sancho fyrir 95 milljónir punda.

Vakin er svo athygli á því nú síðdegis að Sancho var hvergi sjáanlegur á æfingasvæði Dortmund í dag, allir leikmenn fyrir utan Sancho mættu í kórónuveirupróf en ekki Sancho.

Því er haldið fram að auknar líkur séu nú á því að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Dortmund og muni ganga í raðir United.

United bauð 91 milljón punda í upphafi vikunnar en þá kvaðst Dortmund standa fast á 108 milljóna punda verðmiða sínum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United