fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Gunnleifur breytir um hlutverk hjá Blikum: „Þar að leiðandi breytist staða mín sem leikmanns“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson, verður ekki bara í markvörður Breiðabliks á næstu leiktíð, heldur einnig þjálfari. Hann segir frá þessu á Facebook síðu sinni í kvöld.

Anton Ari Einarsson, gekk í raðir Breiðabliks í vetur og ætlar Gunnleifur að styðja við bak hans og vera til taks. Þannig má gera ráð fyrir að nú sé ljóst að Anton verði fyrsti kostur í mark Blika.

Gunnleifur er 45 ára gamall en ætla má að hann verði þjálfari og varamarkvörður undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. ,,Ég ætla að styðja við Anton sem markmann og hjálpa honum að bæta sig, ásamt því að gefa af mér til leikmannahópsins,“ skrifar Gunnleifur á Facebook.

Gunnleifur hefur verið mark Blika síðustu ár og verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Tilkynning af Facebook síðu Gunnleifs
Ég hef ákveðið að breyta um hlutverk hjá Breiðablik. Ég segi stoltur frá því að ég er kominn í þjálfarateymi mfl karla og þar að leiðandi breytist staða mín sem leikmanns. Ég mun áfram verða leikmaður liðsins svona hálfgerður player/coach. Ég ætla að styðja við Anton sem markmann og hjálpa honum að bæta sig, ásamt því að gefa af mér til leikmannahópsins. Ég hlakka til að vera partur af og læra af þjálfurum okkar, þeim Óskari, Dóra og Óla P.
Loksins á 45 aldursári er ég tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum og get varla beðið.
Auðmjúkur Gulli Gull

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso