fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Þórður Snær urðar yfir Gylfa: „Í ár hefur hann verið ein hreinasta hörmung“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans fer ekki fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson, besta knattspyrnumann Íslands. Þórður lét gamminn geisa þegar hann ræddi um Gylfa við Fótbolta.net á x977 um helgina.

Gylfi og aðrir leikmenn Everton hafa verið gagnrýndir síðustu vikur, Gylfi bar fyrirliðaband Everton um helgina í sigri á Brighton. Miðjumaðurinn knái átti fínan leik og virðist lykilmaður í plönum Carlo Ancelotti, þó ensk blöð haldi öðru fram.

„Maður hefur sterkar taugar til landa sinna sem eru að afreka eitthvað á íþróttasviðinu sama hver það er. Það er gaman að hafa Íslending í liðinu sem maður heldur með en það verður að segjast eins og er þar sem ég horfi á því miður hverja mínútu af öllum Everton leikjum og hef séð meira af Gylfa Þór Sigurðssyni en all flestir þá hefur hann valdið feikilega miklum vonbrigðum,“ sagði Þórður á X977 um helgina.

Þórður urðaði síðan yfir Gylfa og sagði hann hafa staðið hörmulega á þessu ári en Þórður er stuðningsmaður Everton.

„Í ár hefur hann verið ein hreinasta hörmung og í mjög slöku liði og að jafnaði einn slakasti leikmaðurinn. Manni sýnist að það hljóti að vera annað hvort núna eða næsta sumar að leiðir muni skilja. Ég held að það sé best fyrir hann og klúbbinn.“

Gylfi var öflugur með Everton á síðustu leiktíð en Þórður gagnrýnir Gylfa samt fyrir frammistöðuna þar. „Það er ýmislegt sem faldi það í fyrra, ef þú horfir á statístíkina í fyrra þá var hann að búa til færi og skora mörk. Skoraði fjórtán mörk sem er mjög vel gert fyrir leikmann sem er að spila í hans stöðu en vandamálið er að hann er alltof mikill skorpuleikmaður og var að koma inn í leiki endrum og sinnum en var ekki að vera þessi stöðugleiki í sköpun sem var verið að leitast eftir og það sem leikskipulagið gekk út á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Í gær

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina