fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex fagnar sigri í fyrsta leik

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 20:48

Rúnar var í fyrsta skipti í leikmannahópi Arsenal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikið var í enska deildarbikarnum í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk Arsenal er lið hans sigraði Leicester 0-1 í enska deildarbikarnum. Þetta var fyrsti leikur Rúnars í leikmannahópi Arsenal. Hann gekk til liðs við Arsenal á mánudaginn. Mark Arsenal kom á 57. mínútu. Christian Fuchs leikmaður Leicester varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Á lokamínútu leiksins bætti Edward Nketiah við marki fyrir Arsenal. Fleiri urðu mörkin ekki og Rúnar getur því fagnað sínum fyrsta sigri með Arsenal.

Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn er lið hans Millwall laut í lægra haldi fyrir Burnley í enska deildarbikarnum. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley vegna meiðsla. Leiknum lauk með 0-2 sigri Burnley. Josh Browhill skoraði fyrsta mark leiksins á loka mínútu fyrri hálfleiks. Síðara mark leiksins kom undir blálokin. Þar var að verki Matěj Vydra.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton í sigri á Fleetwood Town. Richarlison setti fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Everton í fyrri hálfleik. Á 48. mínútu minnkaði Mark Duffy muninn fyrir Fleetwood Town. Alex Iwobi og Bernard skoruðu síðari tvö mörk Everton á 49. og 73. mínútu. Callum Capms skoraði annað mark Fleetwood Town á 58. mínútu. Í uppbótartíma bætti Moise Kean við fimmta marki Everton í leiknum. Markaveisla í sigri Everton.

Á Stamford Bridge tók Chelsea á móti Barnsley. Heimamenn fóru létt með gestina. Chelsea sigraði með sex mörkum gegn engu. Kai Havertz fór mikinn í liði Chelsea og skoraði þrennu. Þeir Tammy Abraham, Ross Barkley og Olivier Giroud skoruðu eitt mark hver.

Sigurliðin eru komin áfram í 16-liða úrslit sem fara fram í næstu viku.

Leicester City 0 – 2 Arsenal

0-1 Christian Fuchs (57′) (Sjálfsmark)
0-2 Edward Nketiah (90′)

Millwall 0 – 2 Burnley

0-1 Josh Browhill (45′)
0-2 Matěj Vydra (90+3′)

Fleetwood Town 2 – 5 Everton

0-1 Richarlison (22′)
0-2 Richarlison (34′)
1-2 Mark Duffy (48′)
1-3 Alex Iwobi (49′)
2-3 Callum Camps (58′)
2-4 Bernard (73′)
2-5 Moise Kean (90+4′)

Chelsea 6 – 0 Barnsley

1-0 Tammy Abraham (19′)
2-0 Kai Havertz (28′)
3-0 Ross Barkley (49′)
4-0 Kai Havertz (55′)
5-0 Kai Havertz (65′)
6-0 Olivier Giroud (83′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar