fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 13:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að skrifa undir hjá Arsenal. Þetta herma öruggar heimildir 433.is og er nú aðeins beðið eftir því að félagið kynni hann til leiks. Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is er samningur Rúnars fyrst til fjögurra ára en með möguleikann á fimmta árinu.

Arsenal greiðir Dijon í Frakklandi um 260 milljónir íslenskra króna fyrir Rúnar Alex sem er 25 ára gamall.

Rúnar fer í hóp góðra Íslendinga sem Arsenal hefur haft í sínum röðum, fyrst var það Albert Guðmundsson og síðan fylgdi Sigurður Jónsson í kjölfarið. Ólafur Ingi Skúlason var í nokkur ár hjá Arsenal og þá voru Valur Fannar Gíslason og Stefán Gíslason í herbúðum félagsins ungir að árum.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en Rúnar kom til Lundúna um helgina til þess að ganga frá öllu. Fyrsti leikur hans gæti komið í vikunni þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum

Rúnar flaug í gegnum læknisskoðun fyrir helgi og nú er búið að klára allt, Rúnar ætti því að vera kynntur til leiks á eftir.

Rúnar er 25 ára gamall en Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Rúnar Alex á að baki fimm A-landsleiki en Arsenal kaupir hann til að fylla skarð Emiliano Martinez sem var seldur fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United