fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Stórstjarna í hættu á banni eftir að myndband var gert opinbert – Þetta gerði hann

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 14:30

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria, leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi, gæti verið að fara í bann eftir að myndband af honum að skyrpa að andstæðingi sínum, Anzalo Gonzales, var gert opinbert.

DailyMail greinir frá þessu. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mögnuðum leik PSG gegn Marseille í síðustu viku en fimm leikmenn fengu rautt spjald í leiknum. Neymar, leikmaður PSG, sakaði Gonzales um að hafa blótað sér með kynþáttahatri en þjálfari Marseille, Andre Villas-Boas, varði leikmanninn sinn og sagði hann ekki vera rasista. Þá sagði Villas-Boas að Di Maria hafi skyrpt á Gonzalez.

Í myndbandinu sem um ræðir sést að ásakanir Villas-Boas eru ekki innantómar. Di Maria sést skyrpa í áttina að Gonzales í myndbandinu. Pascal Garibian, VAR dómari leiksins, útskýrði eftir leikinn að hann hafi ekki séð Di Maria skyrpa. „Það þýðir ekki að það gerðist ekki en það er ekkert á myndbandi hjá okkur,“ sagði Garibian.

En nú hefur myndband verið birt sem sýnir Di Maria skyrpa og því gæti hann verið í hættu á að fá bann. Þessa dagana er sérstaklega illa litið á það að leikmenn séu að skyrpa vegna kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“