fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Afturelding með mikilvægan sigur í fallbaráttunni – Þórsarar mörðu sigur

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 16. september 2020 21:28

Afturelding að fagna árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Klukkan 16:30 hófst leikur Þórs og Víkings frá Ólafsvík. Vindurinn setti mark sitt á leikinn á Akureyri sem var ekki mikið fyrir augað. Það dró til tíðinda á 58. mínútu þegar Akureyringar skoruðu. Þar var á ferðinni Ólafur Aron Pétursson sem skoraði eftir aukaspyrnu langt utan af velli.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-0 sigur Þórsara staðreynd. Þór situr í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig og Víkingur Ólafsvík í því níunda með 16 stig.

Þróttur Reykjavík tók á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Afturelding fór með sigur af hólmi í þessum fallbaráttuslag. Þróttarar skoruðu fyrsta mark leiksins á 66. mínútu. Þar var að verki Oliver Heiðarsson. Afturelding jafnaði metin með marki frá Elvari Vignissyni á 79. mínútu. Hafliði Sigurðarson tryggði Aftureldingu þrjú stig með marki á 85. mínútu.

Með sigrinum náði Afturelding að slíta sig örlítið frá neðstu liðunum. Þeir sitja nú í áttunda sæti með 18 stig. Þróttarar eru í því tíunda með 12 stig, jafn mörg og Leiknir F. sem eru í fallsæti.

Þór 1 – 0 Víkingur Ó.

1-0 Ólafur Aron Pétursson (58′)

Þróttur R. 1 – 2 Afturelding

1-0 Oliver Heiðarsson (66′)
1-1 Elvar Vignisson (79′)
1-2 Hafliði Sigurðarson (85′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint