fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Óli Stefán var rekinn – „Þetta býr til pressu, kvíða og svefnlausar nætur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Stefán Flóventsson var rekinn sem þjálfari KA um mitt sumar. Óli ræddi við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín skoðun um hvers vegna hann var rekinn og hvernig honum leið eftir það.

Um miðjan júlí tilkynnti KA að félagið hafi gert samkomulag um starfslok við Óla en hann segir það ekki hafa verið staðan. „Ég var bara rekinn, það var þannig,“ sagði Óli í viðtalinu en Fótbolti.net vakti athygli á því.

Óli segist vera með fullt af punktum sem hann hafi klikkað sjálfur á. „Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa látið af innsæi mínu sem hefur komið mér ákveðið langt,“ sagði Óli. Mér finnst leiðtoginn í sjálfum mér hafa brugðist í vetur með ákvarðanatökur sem mér leið ekki vel með. Ég lét selja mér hluti sem ég var innst inni ekki ánægður með.“

„Þetta býr til svefnlausar nætur“

Þegar allt lék í lyndi var Óli duglegur að fylgjast með því sem fjölmiðlar og sérfræðingar höfðu um hann að segja. Það varð þó erfitt þegar hlutirnir gengu ekki jafn vel. „Þetta er erfitt þegar hávær orð eru sögð og miklir dómar og sleggjur. Það er bara hluti af starfinu en það breytir því ekki, og ég ætla bara að tala út, að við erum með tilfinningar. Ég er bara þannig gæi að ég er mjög opinn á mínar tilfinningar. Ég er ekkert feiminn við að segja að þetta býr til pressu og kvíða sem þyrlast upp inni í manni. Þetta býr til svefnlausar nætur.“

Vegna þessa ákvað Óli að hætta að fylgjast með þessum umræðum. „Ég tók þá ákvörðun í fyrra að slökkva á þessu af því að ég get stýrt þessu þannig að ég les ekki miðlana. Ég hef ekki horft á eitthvað sem heitir Pepsi mörk, hlustað á podcöst eða lesið miðlana ef það er eitthvað sem snýr að deildinni eða mér. Það er ákveðið frelsi í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita

Leikdagur í Thun: Finnar fyrr á fætur en Íslendingar í steikjandi hita
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum