fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
433Sport

Fjölmennu knattspyrnumóti á Íslandi frestað – 2500 krakkar áttu að keppa

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings er búin að fresta Arion-bankamótinu í fótbolta en mótið átti að halda næstu helgi. RÚV greinir frá.

Um 2500 þáttakendur voru skráðir til leiks en mótið er ætlað fyrir tvo yngstu flokkana, sjöunda og áttunda. Þessi frestun kemur eflaust mörgum ekki á óvart þar sem hver viðburðurinn á fætum öðrum er frestað þessa dagana vegna kórónuveirunnar.

„Því miður bjóða aðstæður ekki upp á jafn fjölmennan viðburð og Arion banka mótið er. Við hvetjum alla fótboltasnillingana sem voru skráðir á mótið til þess að halda áfram að æfa sig í öruggum aðstæðum,“ segir í tilkynningu Víkings sem félagið birti á heimasíðu sinni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu