fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hörð viðbrögð við orðum Emmsjé Gauta

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. júlí 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmsjé Gauti vakti mikla athygli með tísti sínu í gær. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ sagði Emmsjé en þessi orð hafa vakið upp hörð viðbrögð meðal knattspyrnuáhugamanna á Twitter.

„Telurðu fótboltamót hafa skapað eitthvað betri aðstæður fyrir smitum en allir tónleikar sem haldnir hafa verið undanfarið?“ spyr notandi nokkur. „Þetta sökkar en enginn er svoleiðis ábyrgur að það þurfi að grípa til þessara orða kallinn minn.“

„Svona á að drulla yfir þann aldurshóp sem er líklegastur til að mæta á giggin þín og hlusta á tónlistina þína. Og já það var gaman á ReyCup,“ segir Styrmir nokkur um málið.  Runólfur Trausti Þórhallsson, íþróttafréttamaður Vísis, skýtur einnig á rapparann. „Eitt staðfest smit á Rey Cup en hey allt fyrir Like er það ekki?“ segir Runólfur.

Nokkrir virtust vera virkilega pirraðir út í það sem Emmsjé sagði. „Troddu þessum orðum uppí rassgatið á þér,“ sagði Axel nokkur. „Helvítis aumingi. Held að það sé nú meira hugsað út í smitvörn a ReyCup en á tónleikum hjá svona skít eins og þér,“ segir Sveinn nokkur og ljóst er að hann er ekki sáttur með orð Emmsjé Gauta.

Það sem Emmsjé Gauti skrifaði rímar nokkuð við þá umræðu sem hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum í kjölfar blaðamannafundar Almannavarna og Ríkisstjórnarinnar. Mikill pirringur er hjá fólki út í aðstandendur íþróttaviðburða þar sem þeir hafa verið haldnir reglulega yfir sumarið. Aðalástæðan fyrir pirringnum út í ReyCup er að öllum líkindum vegna þess að upp kom að smitaður einstaklingur hafi verið á mótinu.

Emmsjé Gauti tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis og þar segir hann að upphaflega tístið hafi átt að vera fyndið grín. „Stundum segir maður eitthvað af viti, stundum segir maður bara eitthvað. Mér finnst mjög fyndið að fólk hafi misskilið þetta sem einhvern harðan sannleik. Að ég væri í alvöru talað að halda því fram að hér væri COVID ástand út af einhverju fótboltamóti hjá krökkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“